Veðrið versni mjög eftir hádegi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 29. janúar 2023 23:01 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að gera megi ráð fyrir lokunum á vegum. Vísir/SteingrímurDúi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni. Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Austanstormur skekur landið á morgun með vindraða frá 15 upp í 30 metra á sekúndu. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum og í Faxaflóa. Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular, nema á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Viðvaranirnar gilda fram á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna stöðunnar á Vestfjörðum, Vesturlandi, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem farið verður yfir stöðuna á morgun. Gangi spár eftir verður samhæfingarmiðstöð Almannavarna virkjuð. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur. Líkur eru á slyddu eða snjókomu þar sem viðvaranirnar eru í gildi.Veðurstofan Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að lægðin sé ein af þessum „skeinuhættu vetrarlægðum“ sem komi hratt upp að landinu. Lægðin muni halda áfram að vaxa næsta sólarhringinn eða svo. „Það er svo sem ekkert að veðri fyrst í fyrramálið – alveg hægt að komast á milli þá. En upp úr hádegi þá tekur að hvessa og svo versnar veðrið mjög hratt svona upp úr miðjum degi. Þetta er austanátt og það verður sérstaklega hvasst á Suðurlandi, í Mýrdalnum og undir Eyjafjöllunum en dálítil óvissa með úrkomuna; hvort hún falli sem slydda eða snjókoma.“ Hann segir að búast megi við hríðarveðri austur yfir Hellisheiði og í Þrengslum í eftirmiðdaginn á morgun. Vegagerðin vekur athygli á viðvörunum á vefsíðu sinni þar sem fram kemur að gera megi ráð fyrir lokunum. Einar segir að beinast liggi við að gripið verði til aðgerða frá Hvolsvelli og austur í Vík. Þá megi gera ráð fyrir öflugum hviðum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Þetta er svona hvellur sem gengur yfir og um kvöldmat þá verður veðrið að miklu leyti gengið niður – þó ekki alveg – vegna þess að vindáttin snýst og veðrið verður öðruvísi annað kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.
Veður Umferð Samgöngur Færð á vegum Tengdar fréttir Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08 Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. 29. janúar 2023 22:08
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. 29. janúar 2023 10:49