Veður

Gulu við­varanirnar ætla engan enda að taka

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gular viðvaranir ráða ríkjum þessa dagana.
Gular viðvaranir ráða ríkjum þessa dagana. Veðurstofa Íslands

Þær gulu eru mættar á ný um land allt. Því miður er ekki átt við sólina í þetta sinn. Gular viðvaranir hafa verið birtar fyrir meirihluta landsins og ganga þær yfir í dag og á morgun.

Varað er við veðri á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á miðhálendinu. 

Í dag - 26. janúar 

Á Ströndum og Norðurlandi vestra ásamt Norðurlandi eystra er þegar varað við veðri fram á kvöld. Búist er við sunnan og suðvestan 15 til 25 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum við fjöll. Þá er varað við ferðaveðri á svæðinu. 

Þá er varað við sunnan og suðvestan 18 til 28 metrum á sekúndu á miðhálendinu með mjög snörpum vindhviðum fram á kvöld. Greint er frá því að hvassast sé norðan jökla. 

Á morgun - 27. janúar 

Gular viðvaranir eiga við höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og eystra ásamt Austurlandi að Glettingi fram eftir degi. 

Varað er við suðvestan stormi og éljum víða um land ásamt lélegu skyggni. Reiknað er með 15 til 23 metrum á sekúndu víða á svæðunum sem við á. Lélegar akstursaðstæður geta skapast víða. 

Nánari upplýsingar um þróun veðurviðvarana má sjá á vef Veðurstofu Íslands

Þá er lesendum bent á vef VegagerðarinnarAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.