Erlent

Skutu þrjá­tíu eld­flaugum á Úkraínu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rúmir ellefu mánuðir eru nú liðnir frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu.
Rúmir ellefu mánuðir eru nú liðnir frá upphafi innrásar Rússa inn í Úkraínu. EPA

Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu.

Talsmaður Úkraínuhers segir að sex rússneskar sprengjuþotur sem geta skotið eldflaugum hafi tekið á loft í morgun og standi að árásunum og hafa loftvarnarflautur verið þeyttar um allt land, meðal annars í höfuðborginni Kænugarði að sögn Óskars Hallgrímssonar sem búsettur er í borginni.

Fólk hefur verið hvatt til að leita sér skjóls á meðan loftvarnir Úkraínu reyna að skjóta flaugarnar niður og segir talsmaður Úkraínuforseta að nú þegar hafi nokkrar flauganna verið skotnar niður. Þá hefur rafmagn verið tekið af stórum svæðum til öryggis.

Í borginni Vinnytsia hafa að minnsta kosti sex sprengingar heyrst en óljóst er hvort þar sé um að ræða flaugar sem hafi hæft skotmörk sín eða hvort loftvarnir hafi náð að granda flaugunum.


Tengdar fréttir

Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður.

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 31 skriðdreka

Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda 31 M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að senda skriðdreka en í gær samþykktu Þjóðverjar að senda 14 Leopard 2A6 skriðdreka á vígvöllinn. Búist er við að fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins fylgi þessu fordæmi og sendi skriðdreka til Úkraínu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×