Erlent

Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínforseti segist þakklátur en vill fleiri og öflugari vopn.
Úkraínforseti segist þakklátur en vill fleiri og öflugari vopn. Forsetaskrifstofa Úkraínu/AP

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður.

Í daglegri ræðu sinni í nótt hvatti hann vesturlönd þó til að gera enn meira og bað um langdræg flugskeyti og orrustuþotur. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu um það í gær að ríkin muni senda skriðdreka til Úkraínu og fjölmörg Evrópuríki munu fylgja í kjölfarið og senda sína þýsku dreka, en það var ekki hægt á meðan Þjóðverjar, sem framleiða Leopard skriðdrekana, höfðu ekki tekið ákvörðun.

Rússar voru fljótir til að fordæma ákvörðunina sem þeir kölluðu óforskammaða ögrun og lofuðu því að allir skriðdrekar sem vesturlönd sendi á vígstöðvarnar verði eyðilagðir.

Ólíklegt er þó talið að leiðtogar vesturlanda fallist á að senda Úkraínumönnum herþotur, því þeir eru sagðir óttast að slíkt gæti orðið Úkraínumönnum freisting til að ráðast að skotmörkum inni í sjálfu Rússlandi.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 31 skriðdreka

Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda 31 M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að senda skriðdreka en í gær samþykktu Þjóðverjar að senda 14 Leopard 2A6 skriðdreka á vígvöllinn. Búist er við að fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins fylgi þessu fordæmi og sendi skriðdreka til Úkraínu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×