Erlent

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 31 skriðdreka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
M1 Abrams skriðdrekarnir munu að öllum líkindum reynast  Úkraínumönnum vel þó rekstur þeirra sé töluvert flóknari en þeir skriðdrekar sem Þjóðverjar hyggjast senda.
M1 Abrams skriðdrekarnir munu að öllum líkindum reynast Úkraínumönnum vel þó rekstur þeirra sé töluvert flóknari en þeir skriðdrekar sem Þjóðverjar hyggjast senda. epa

Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda 31 M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að senda skriðdreka en í gær samþykktu Þjóðverjar að senda 14 Leopard 2A6 skriðdreka á vígvöllinn. Búist er við að fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins fylgi þessu fordæmi og sendi skriðdreka til Úkraínu. 

„Þessi ákvörðun ber þess vitni að Bandaríkin og Evrópa munu halda áfram stuðningi sínum við Úkraínu. Forsetinn og aðrir leiðtogar, þar á meðal innan G7 ríkjanna, hafa ítrekað að stuðningurinn verði til staðar svo lengi sem þörf krefur,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum Bandaríkjanna. 

Fyrr í dag ákváðu Þjóðverjar að senda 14 Leopard skriðdreka til Úkraínu og verða úkraínskir hermenn þjálfaðir á skriðdrekana í Þýskalandi. Ráðamenn í Póllandi, Finnlandi, Tékklandi og Slóvakíu eru einnig tilbúnir til að senda Úkraínumönnum hlébarða-skriðdreka. Bretar höfðu þar að auki tilkynnt að þeir ætli að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka.

Úkraínumenn binda vonir við að liðsauki skriðdrekanna muni reynast þeim vel í vörn gegn Rússum en þeir búast við nýrri árás Rússa í náinni framtíð. Bandarísku Abrams skriðdrekarnir þykja að vísu óhentugri, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×