Veður

Gul við­vörun á Aust­fjörðum í fyrra­málið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gul viðvörun verður á Seyðisfirði, sem og öðrum stöðum á Austfjörðum, í fyrramálið.
Gul viðvörun verður á Seyðisfirði, sem og öðrum stöðum á Austfjörðum, í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun verður á Austfjörðum í fyrramálið frá klukkan sex til klukkan tíu. Búist er við sterkum vindi þann tíma. 

Í fyrramálið má gera ráð fyrir norðvestanátt, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, á Austfjörðum að mati Veðurstofu Íslands. Vindhviður verða við fjöll og varasamt ferðaveður. 

Í ábendingum frá Daníel Þorlákssyni veðurfræðingi segir að hviður sums staðar geti náð yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis í Fagradal og Hamarsfirði. Þá verður álíka hvasst á Fjarðarheiði og mögulega blint þar í éljum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.