Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað.
Zinchenko on when he joined Arsenal:
— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023
"I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing.
pic.twitter.com/5r2yfG7B7y
Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City.
„Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar.
Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2
— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023
„Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko.
„Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko.
Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04.