Zinchenko: Nú hlær enginn lengur að titildraumum Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 14:31 Oleksandr Zinchenko fagnar sigurmarki Eddie Nketiah í sigri Arsenal á Manchester United um síðustu helgi. Getty/Stuart MacFarlane Oleksandr Zinchenko þekkir það vel að verða enskur meistari en hann kom til Arsenal í sumar eftir að hafa unnið enska titilinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum með Manchester City. Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Arsenal sýndi mikinn styrk með því að vinna 3-2 sigur á Manchester United um helgina og ná aftur fimm stiga forskot á Manchester City. Arsenal á líka leik inni á City en liðin eiga samt eftir að mætast tvisvar sinnum þar sem fyrri leik liðanna var frestað. Zinchenko on when he joined Arsenal: "I started to speak in the dressing room like, guys forget top three or whatever, we need to think about the title. Some of them were laughing, but now no one is laughing. pic.twitter.com/5r2yfG7B7y— B/R Football (@brfootball) January 22, 2023 Zinchenko hefur komið mjög sterkur inn í lið Arsenal, yfirvegaður í öftustu línu og býður upp á marga möguleika í sóknarleiknum. Hann kom með sigurhugfarið frá Manchester City. „Ef ég segi alveg eins og er þá sá ég strax hæfileikana í liðinu þegar ég mætti á svæðið. Ég þekkti Arsenal liðið en þarna áttaði ég mig á því að við höfðum allt til alls til afreka stóra hluti,“ sagði Oleksandr Zinchenko í viðtali við sjónvarpsstöð ensku úrvalsdeildarinnar. Zinchenko has got to be one of the signings of the season pic.twitter.com/Yq3ZibweS2— ESPN UK (@ESPNUK) January 23, 2023 „Ég byrjaði að tala í búningsklefanum. Ég sagði við þá: Strákar, gleymum því að stefna á topp þrjú. Við eigum að stefna á titilinn. Sumir þeirra fóru að hlæja en enginn þeirra hlær núna og við leyfum okkur að dreyma,“ sagði Zinchenko. „Það er auðvitað enn mikið af leikjum eftir og við sjáum núna að Manchester United er komið til baka. City er þarna líka eins og alltaf. Við skulum sjá til hvað gerist en við þurfum að passa að taka áfram eitt skref í einu,“ sagði Zinchenko. Arsenal hefur ekki orðið enskur meistari síðan liðið tapaði ekki leik tímabilið 2003-04. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira