Ný lægð færist yfir landið með hvassviðri og snjó Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 21:28 Frá snjómokstri á Selfossi í dag. vísir/magnús hlynur Spáð er allhvassri suðaustanátt með snjókomu á Suðausturlandi á morgun. Ný lægð færist yfir landið í nótt. Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið. Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira
Búast má við versnandi akstursskilyrðum enda mikill laus snjór fyrir og ef hvessir samfara meiri snjókomu má búast við að skyggni til aksturs verði lítið, einkum á heiðum. „Skilin eru komin að Reykjanesi og munu ganga yfir landið. Það verður staðbundin snjókoma en kannski ekki í alveg sama mæli og var hér fyrir helgi,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þjóðvegur, milli Hvolsvallar og Kirkjubæjarklausturs, er lokaður en nýjar upplýsingar verða gefnar af Vegagerðinni klukkan 9 í fyrramálið. Tvö hús að Höfðabrekku, austan Víkur, voru rýmd vegna snjóflóðahættu í kvöld. Um er að ræða hótelhelrými og þjónustuhús og voru gestir færðir í annað húsnæði á vegum þessa sama hótels. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurlandi. Spáin í kvöld og á morgun Spáð er norðlægri eða breytilegri átt 5-13 m/s og él á norðaustanverðu landinu, annars úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt undir kvöld, 10-18 og fer að snjóa vestanlands seint í kvöld. Frost 3 til 16 stig, mildast við suðurströndina. Á morgun er búist við austlægri átt, víða 8-15. Snjókoma suðaustantil og síðar á Austfjörðum, en annars él. Norðlæg átt 10-18 um landið vestanvert um kvöldið, hvassast og él á Vestfjörðum, en styttir smám saman upp og léttir til syðra. Hiti breytist lítið.
Veður Samgöngur Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Sjá meira
Flestir sem þurftu hjálp virtu vegalokanir að vettugi Björgunarsveitirnar hafa sinnt þrefalt fleiri verkefnum það sem af er desember miðað við allan sama mánuð í fyrra. Í dag voru þær kallaðar út í Skagafirði eftir snjóflóð en fimmtán hross urðu undir. Fundað hefur verið með Almannavörnum vegna ástandsins. 26. desember 2022 19:20
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent