Norðaustan stormur og viðvaranir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2022 07:06 Spákort fyrir klukkan 15 í dag. Veðurstofan Veðurstofan spáir norðaustan hvassviðri eða stormi víða um land í dag og jafnvel rok á Suðausturlandi. Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri. Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira
Vegna vindsins eru viðvaranir í gildi á sunnan- og vestanverðu landinu og má búast við skafrenningi og lélegu skyggni sem geti valdið ökumönnum erfiðleikum. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði éljagangur norðan- og austanlands en annars yfirleitt léttskýjað. Frost verður á bilinu þrjú til tólf stig og kaldast inn til landsins. „Það dregur hægt úr vindi á morgun, norðaustan 10-18 m/s annað kvöld en enn hvassviðri eða stormur í Öræfum. Áfram él norðan og austantil en þurrt að kalla suðvestantil. Frost 0 til 5 stig. Eftir þriðjudag og fram til föstudags er útlit fyrir hægari norðanáttir, dálítil él á norðanverðu landinu en þurrt og yfirleitt bjart sunnan heiða. Talsvert frost víða um land,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Nánar má lesa um viðvaranir Veðurstofunnar á vef Veðurstofunnar. Gular viðvaranir eru í gildi.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s, en 18-23 suðaustantil í fyrstu. Dregur síðan smám saman úr vindi. Éljagangur víða um land, en þurrt að kalla suðvestantil. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Á miðvikudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg átt 8-15 og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 5 til 12 stig. Á föstudag (Þorláksmessa): Norðlæg átt og bjart að mestu en skýjað og lítilsháttar él við norður- og austurströndina, bætir í él um kvöldið. Frost 7 til 15 stig. Á laugardag (aðfangadagur jóla): Breytileg átt, snjókoma norðan- og austantil en annars stöku él. Talsvert frost um land allt. Á sunnudag (jóladagur): Útlit fyrir norðlæga átt og dálítil él í flestum landshlutum. Áfram mjög kalt í veðri.
Veður Tengdar fréttir Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Sjá meira
Átta flugferðum aflýst í nótt Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York. 19. desember 2022 06:47