Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2022 13:40 Emmanuel Macron og Joe Biden, forsetar Frakklands og Bandaríkjanna. Macron er yngsti forseti Frakklands og Biden elsti forseti Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Biden sagði Pútín ekki enn virðast hafa áhuga á að binda enda á stríðið. Macron sagðist ætla að halda áfram að ræða við Pútín, með því markmiði að forðast stigmögnun í átökunum og ræða um önnur málefni eins og öryggi kjarnorkuvera. Macron hefur reglulega verið í samskiptum við Pútín frá því innrásin hófst. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi forsetanna í gær en Macron hefur verið í opinberri ferð til Bandaríkjanna á undanförnum dögum. Eins og fram kemur í frétt Reuters eiga engar viðræður sér stað um þessar mundir varðandi það að binda enda á stríðið sem hófst með innrás Rússa þann 24. febrúar. Sagði rúmlega tíu þúsund fallna Ráðgjafi forseta Úkraínu segir að tíu til þrettán þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið frá því Rússar gerðu innrás í landið í febrúar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ráðamenn tjá sig sjaldan um mögulegt mannfall í Úkraínu en þessar tölur eru langt undir áætlunum frá Vesturlöndum. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta, vísaði í morgun í upplýsingar frá herforingjaráði Úkraínu um að á milli tíu til þrettán þúsund hermenn hefðu fallið. Hann sagði fleiri hafa særst og að margir óbreyttir borgarar hefðu einnig fallið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á miðvikudaginn að talið væri að um hundrað þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið í stríðinu. Starfsfólk hennar leiðrétti hana þó síðar og sagði þá tölu ná bæði fyrir fallna og særða. Þá sagði Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, í síðasta mánuði að talið væri að um fjörutíu þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í Úkraínu. Einnig væri talið að „vel yfir hundrað þúsund“ rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst. Milley sagði að tölurnar Úkraínumegin væru líklega svipaðar. Mismunandi þjálfun og sjúkrabúnaður Þó gert sé ráð fyrir því að sambærilegur fjöldi úkraínskra og rússneskra hermanna hafi fallið eða særst, hafa líkur verið leiddar að því að fleiri rússneskir hermenn en úkraínskir hafi dáið. Hefur meðal annars verið vísað til lítillar þjálfunar varðandi það hvernig hlúa eigi að særðum mönnum innan rússneska hersins og til umræðu meðal rússneskra herbloggara um það að margir þeirra hermanna sem særist deyja. Úkraínskir hermenn eru þar að auki með betri sjúkrabúnað en rússneskir hermenn, miðað við það þegar rússneskir hermenn voru að bera saman sjúkrabúnað herjanna fyrr í innrásinni. Photos comparing Ukrainian (below) and inferior Russian (above) first aid kits posted by Russian sources. They published these photos to show why they needed to raise more funds to purchase supplies for Russian soldiers. pic.twitter.com/wnxPpZub2F— Rob Lee (@RALee85) April 29, 2022 Bandaríkin Frakkland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 „Án Bandaríkjanna værum við í vanda“ Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna. 2. desember 2022 08:06 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Biden sagði Pútín ekki enn virðast hafa áhuga á að binda enda á stríðið. Macron sagðist ætla að halda áfram að ræða við Pútín, með því markmiði að forðast stigmögnun í átökunum og ræða um önnur málefni eins og öryggi kjarnorkuvera. Macron hefur reglulega verið í samskiptum við Pútín frá því innrásin hófst. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi forsetanna í gær en Macron hefur verið í opinberri ferð til Bandaríkjanna á undanförnum dögum. Eins og fram kemur í frétt Reuters eiga engar viðræður sér stað um þessar mundir varðandi það að binda enda á stríðið sem hófst með innrás Rússa þann 24. febrúar. Sagði rúmlega tíu þúsund fallna Ráðgjafi forseta Úkraínu segir að tíu til þrettán þúsund úkraínskir hermenn hafi fallið frá því Rússar gerðu innrás í landið í febrúar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ráðamenn tjá sig sjaldan um mögulegt mannfall í Úkraínu en þessar tölur eru langt undir áætlunum frá Vesturlöndum. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta, vísaði í morgun í upplýsingar frá herforingjaráði Úkraínu um að á milli tíu til þrettán þúsund hermenn hefðu fallið. Hann sagði fleiri hafa særst og að margir óbreyttir borgarar hefðu einnig fallið. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði á miðvikudaginn að talið væri að um hundrað þúsund úkraínskir hermenn hefðu fallið í stríðinu. Starfsfólk hennar leiðrétti hana þó síðar og sagði þá tölu ná bæði fyrir fallna og særða. Þá sagði Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, í síðasta mánuði að talið væri að um fjörutíu þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í Úkraínu. Einnig væri talið að „vel yfir hundrað þúsund“ rússneskir hermenn hefðu fallið eða særst. Milley sagði að tölurnar Úkraínumegin væru líklega svipaðar. Mismunandi þjálfun og sjúkrabúnaður Þó gert sé ráð fyrir því að sambærilegur fjöldi úkraínskra og rússneskra hermanna hafi fallið eða særst, hafa líkur verið leiddar að því að fleiri rússneskir hermenn en úkraínskir hafi dáið. Hefur meðal annars verið vísað til lítillar þjálfunar varðandi það hvernig hlúa eigi að særðum mönnum innan rússneska hersins og til umræðu meðal rússneskra herbloggara um það að margir þeirra hermanna sem særist deyja. Úkraínskir hermenn eru þar að auki með betri sjúkrabúnað en rússneskir hermenn, miðað við það þegar rússneskir hermenn voru að bera saman sjúkrabúnað herjanna fyrr í innrásinni. Photos comparing Ukrainian (below) and inferior Russian (above) first aid kits posted by Russian sources. They published these photos to show why they needed to raise more funds to purchase supplies for Russian soldiers. pic.twitter.com/wnxPpZub2F— Rob Lee (@RALee85) April 29, 2022
Bandaríkin Frakkland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00 „Án Bandaríkjanna værum við í vanda“ Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna. 2. desember 2022 08:06 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. 2. desember 2022 09:00
„Án Bandaríkjanna værum við í vanda“ Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur kallað eftir því að Evrópuríkin efli varnargetu sína í kjölfar átakanna í Úkraínu. Hún segir styrk Evrópu ónógan án Bandaríkjanna. 2. desember 2022 08:06
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
Segja Rússa ætla að ræna rúmlega tíu þúsund börnum Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar ætli sér að ræna rúmlega tíu þúsund börnum af hernumdum svæðum þeirra í Luhansk-héraði í austurhluta landsins og reyna að þvinga foreldra þeirra til að fylgja þeim eftir. Þegar eru Rússar sakaðir um að hafa rænt minnst tólf þúsund úkraínskum börnum en líklegt er að þau séu mun fleiri. 27. nóvember 2022 11:21