Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2022 09:00 Frá herflugvellinum í Torrejón de Ardoz. Bréf sem var sent þangað er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki upp og gæti því reynst þýðingarmikið fyrir rannsóknina. AP/Daniel Ochoa de Olza Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo. Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist þegar eldur blossaði upp úr umslagi sem hann handlék á miðvikudag. Sambærileg bréf voru send forsætis- og innanríkisráðherrum Spánar, bandaríska sendiherranum, vopnaverksmiðju í Zaragoza og herstöð í nágrenni Madridar. Rannsóknardómstóll rannsakar allar bréfsendingarnar sem hryðjuverk. Allt virðist benda til þess að sendandinn hafi verið innan Spánar. Bréfin voru öll send með hefðbundnum pósti. Öll bréfin eru sögð hafa verið áþekk. Í þeim var einhvers konar heimatilbúinn kveikibúnaður úr færi sem olli áköfum blossa en ekki eiginlegri sprengingu. Spænska dagblaðið El País segir að í þeim hafi verið að finna lítið magn af púðri og sprengjubrotum. Lögreglan hefur lýst efnunum í bréfunum sem „eldfimum“. Heimildir spænsku fréttaveitunnar EFE á meðal rannsakenda herma ennfremur að í það minnsta fjögur af bréfunum hafi verið merkt á áþekkan hátt og að þau tengist á einhvern hátt innrás Rússa í Úkraínu, þó ekki þau sem voru send Pedro Sánchez forsætisráðherra eða bandaríska sendiherranum. Úkraínska sendiráðið hefur kennt stjórnvöldum í Kreml um bréfsendingarnar. Sendiráð Rússlands sendi aftur á móti frá sér yfirlýsingu þar sem það sagðist fordæma hvers kyns ógnanir eða hryðjuverk, að sögn spænska ríkisútvarpsins TVE. Umslagið sem var sent til gervihnattamiðstöðvar Evrópusambandsins á herflugvellinum í Torrejón í fyrrinótt er sagt lykillinn að rannsókninni eins og stendur. Það er það eina sem sprengjusérfræðingar sprengdu ekki eftir að þeir náðu að gera það óvirkt, að sögn spænska blaðsins El Mundo.
Spánn Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1. desember 2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55