Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 17:05 Sergeio Surovikin og Vladimír Pútin árið 2017. EPA/ALEXEI DRUZHININ Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46
Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43