Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 17:05 Sergeio Surovikin og Vladimír Pútin árið 2017. EPA/ALEXEI DRUZHININ Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46
Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43