Íslenski boltinn

Myndir: Valur tryggði Ís­lands­meistara­titilinn annað árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tveir í röð hjá Val.
Tveir í röð hjá Val. Vísir/Tjörvi Týr

Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð. Meistararnir tryggðu sigur í Bestu deildinni með 3-1 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrr í dag. Sigurinn sendi Aftureldingu niður í Lengjudeildina. 

Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis tók á meðan leik stóð sem og eftir leik.

Dressmann hvað? Vísir/Tjörvi Týr
Einn, tveir ... og brosa? Einbeitingin skein úr hverju andliti fyrir leik.Vísir/Tjörvi Týr
Dómaraþríeyki dagsins: Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage, Arnar Ingi Ingvarsson og Eydís Ragna Einarsdóttir.Vísir/Tjörvi Týr
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen í baráttunni.Vísir/Tjörvi Týr
Íslansmeistararnir Pétur Pétursson og Matthías Guðmundsson.Vísir/Tjörvi Týr
Pétur gefur skipanir í leik dagsins.Vísir/Tjörvi Týr
Alexander Aron er stoltur af sínu liði þrátt fyrir fall.Vísir/Tjörvi Týr
Þórdís Hrönn lagði upp öll mörk Vals í dag.Vísir/Tjörvi Týr
Fagnaðarlæti að leik loknum.Vísir/Tjörvi Týr
Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var sátt með sigurinn og að tryggja Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina.Vísir/Tjörvi Týr
Ásdís Karen í þann mund sem hún áttaði sig á að það væri kveikt á helluborðinu heima.Vísir/Tjörvi Týr
Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.Vísir/Tjörvi Týr
Lára Kristín Pedersen ánægð með sigurinn.Vísir/Tjörvi Týr
Sandra Sigurðardóttir er vön að vinna titla.Vísir/Tjörvi Týr
Sandra ásamt Mist Edvarsdóttur en hún meiddist illa á hné nýverið. Líklegast er hún með slitið krossband í fjórða sinn á ferlinum.Vísir/Tjörvi Týr
Afturelding er fallið niður í Lengjudeildina.Vísir/Tjörvi Týr

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Aftur­elding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð

Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni.

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.