Veður

Gular við­varanir gefnar út vegna hvass­viðrisins um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir hafa þannig verið gefnar út á Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendi.
Gular viðvaranir hafa þannig verið gefnar út á Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendi. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á vestur- og norðurhluta landsins vegna hvassviðrisins sem skellur á landið annað kvöld.

Gular viðvaranir hafa þannig verið gefnar út á Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Miðhálendi.

Spáð er suðvestan fimmtán til 23 metrar á sekúndu og vindhviðum víða yfir þrjátíu metrum á sekúndu. Má reikna má að aðstæður verði varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Er folk hvatt til að ganga frá lausamunum eins og garðhúsgögnum og trampólínum.

  • Höfuðborgarsvæðið: Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand). 24. sep. kl. 21:00 – 25. sep. kl. 06:00
  • Faxaflói: Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand). 24. sep. kl. 21:00 – 25. sep. kl. 06:00.
  • Breiðafjörður: Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand). 24. sep. kl. 18:00 – 25. sep. kl. 08:00.
  • Vestfirðir: Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand). 24. sep. kl. 17:00 – 25. sep. kl. 06:00.
  • Strandir og Norðurland vestra: Suðvestan hvassviðri eða stormur og rigning (Gult ástand). 24. sep. kl. 18:00 – 25. sep. kl. 06:00.
  • Norðurland eystra: Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 24. sep. kl. 19:00 – 25. sep. kl. 07:00.
  • Austurland að Glettingi: Suðvestan hvassviðri eða stormur (Gult ástand). 24. sep. kl. 22:00 – 25. sep. kl. 09:00.
  • Miðhálendið: Suðvestan stormur (Gult ástand). 24. sep. kl. 18:00 – 25. sep. kl. 07:00.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×