Enski boltinn

Fyrr­verandi leik­maður Liver­pool segir Jamaíka hafa gert vel að fá Heimi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stan Collymore er aðdáandi Heimis Hallgrímssonar.
Stan Collymore er aðdáandi Heimis Hallgrímssonar. Vísir/getty

Stan Collymore, fyrrverandi leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur hrósað knattspyrnusambandi Jamaíka en á föstudaginn var Heimir Hallgrímsson kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka.

„Mjög sniðugt hjá knattspyrnusambandi Jamaíka að ráða Heimi Hallgrímsson sem landsliðsþjálfara,“ segir Collymore á Twitter-síðu sinni. Collymore sem spilaði meðal Liverpool, Crystal Palace, Nottingham Forest, Aston Villa og Leicester City starfar í dag hjá Southend United ásamt því að vera blaðamaður hjá Mirror.

„Ef Heimir fær leikmenn og stuðningsfólk til að mynda sameinað lið innan vallar sem utan gæti Jamaíka vel komist á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir fjögur ár. Mjög góð ráðning að mínu mati,“ bætti hann að endingu við.

Collymore var mikill aðdáandi Íslands á meðan Eyjamaðurinn stýrði liðinu og fjallaði meðal annars um liðið á meðan HM 2018 stóð.


Tengdar fréttir

Jamaíka kynnir Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var í kvöld kynntur sem nýr landsliðsþjálfari karlaliðs Jamaíka. Fyrr í vikunni var svo gott sem búið að staðfesta að Heimir væri að taka við og nú hefur opinberlega verið kynntur sem næsti þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×