Sagðist skilja áhyggjur Xi af innrásinni í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2022 15:18 Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands. AP/Alexandr Demyanchuk Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þakkaði Xi Jinping, forseta Kína, fyrir yfirvegaða afstöðu til innrásarinnar í Úkraínu. Pútín sagðist þó hafa skilning á spurningum og áhyggjum Xi af ástandinu í Úkraínu. Þá hét Pútín stuðningi Rússa við Kína varðandi meint yfirráð þeirra yfir Taívan. Forsetarnir tveir hittust í Samarkand í Úsbekistan í dag á leiðtogafundi Öryggisbandalags Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. Þetta var fyrsti fundur Pútíns og Xi frá því innrásin í Úkraínu hófst. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Sjá einnig: Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Pútín lét áðurnefnd ummæli um áhyggjur og spurningar Xi falla í upphafi fundar þeirra. Þar skammaðist Pútín einnig yfir Bandaríkjunum og sakaði Bandaríkjamenn um að beita „ljótum“ aðferðum við að skapa veröld þar sem þeir réðu ríkjum og sagði Pútín slíkt fyrirkomulag vera óásættanlegt fyrir meirihluta heimsins. Xi sagði að með Rússum, væru Kínverjar tilbúnir til að setja gott fordæmi um ábyrgð heimsvelda og taka leiðandi hlutverk heimi sem breyttist hratt og leiða hann að sjálfbærri og jákvæðri þróun. Putin tells Xi Jinping that Russia understands your questions and concerns about Ukraine. Does that mean China has some? pic.twitter.com/Zd5XNW7cMD— max seddon (@maxseddon) September 15, 2022 Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35 Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14. september 2022 07:46 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Forsetarnir tveir hittust í Samarkand í Úsbekistan í dag á leiðtogafundi Öryggisbandalags Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. Þetta var fyrsti fundur Pútíns og Xi frá því innrásin í Úkraínu hófst. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Sjá einnig: Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Pútín lét áðurnefnd ummæli um áhyggjur og spurningar Xi falla í upphafi fundar þeirra. Þar skammaðist Pútín einnig yfir Bandaríkjunum og sakaði Bandaríkjamenn um að beita „ljótum“ aðferðum við að skapa veröld þar sem þeir réðu ríkjum og sagði Pútín slíkt fyrirkomulag vera óásættanlegt fyrir meirihluta heimsins. Xi sagði að með Rússum, væru Kínverjar tilbúnir til að setja gott fordæmi um ábyrgð heimsvelda og taka leiðandi hlutverk heimi sem breyttist hratt og leiða hann að sjálfbærri og jákvæðri þróun. Putin tells Xi Jinping that Russia understands your questions and concerns about Ukraine. Does that mean China has some? pic.twitter.com/Zd5XNW7cMD— max seddon (@maxseddon) September 15, 2022
Rússland Kína Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49 Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35 Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14. september 2022 07:46 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
„Kokkur Pútíns“ býður föngum frelsi fyrir herþjónustu í Úkraínu Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. 15. september 2022 11:49
Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35
Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14. september 2022 07:46