Mason var myndbandsdómari í áður nefndum leik en mistök hans urðu til þess að löglegt mark var dæmt af Newcastle þegar Joe Wilock, leikmaður Newcastle, átti að hafa brotið á Vincente Guita, markverði Palace. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli.
Michael Salisbury, dómari leiksins dæmdi mark Newcastle gott og gilt en tók það til baka eftir ráðgjöf frá Mason.
Dómarasambandið hafði áður gefið út að markið átti ekki að vera dæmt af og hefur nú í kjölfarið skipað Mason í eins leiks leikbann.