Veður

Hægir vindar og víða bjart­viðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu tíu til tuttugu stig í dag.
Hiti á landinu verður á bilinu tíu til tuttugu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir hægum vindum og víða bjartviðri í dag, en sums staðar þokubökkum við sjávarsíðuna og dálítilli rigningu suðaustantil síðdegis.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu tíu til tuggugu stig yfir daginn og verður hlýjast suðvestanlands í dag

„Á morgun nálgast lægð með úrkomusvæði af Grænlandshafi og fer þá að rigna við vesturströndina og síðar einnig sunnan til. Annars bjart með köflum og þurrt að kalla. Austan- og suðaustankaldi á föstudag og víða rigning, en hægara og bjart á Norðausturlandi. Áfram hlýtt í veðri að deginum, en útlit fyrir norðanáttir um helgina með kólnandi veðri.“

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 3-8 m/s og víða bjartviðri, en 8-13 og rigning vestast á landinu. Hiti 11 til 18 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Á föstudag: Suðaustan og austan 5-13 m/s og rigning, en hægari vindur og bjart um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á laugardag: Norðan og norðaustan 5-10 m/s og rigning víða um land, en bjart með köflum og þurrt að kalla vestanlands. Hiti frá 7 stigum á nyrst upp í 17 stig á Suðurlandi.

Á sunnudag: Fremur hæg norðlæg átt og víða bjart með köflum, en strekkingur og dálítil væta austast. Kólnar heldur í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir breytilega átt með vætu víða um land. Milt veður að deginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.