Enginn skoraði fleiri mörk í fyrstu fimm leikjum sínum en Håland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Fimm leikir, níu mörk og ein stoðsending. Geri aðrir betur. EPA-EFE/ANDREW YATES Erling Braut Håland skoraði þrennu í stórsigri Englandsmeistara Manchester City á nýliðum Nottingham Forest. Håland hefur nú skorað níu mörk í fyrstu fimm leikjunum sínum í deildinni en það er met. Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Þegar Manchester City festi kaup á Håland í sumar var þeirri hugmynd hent fram hvort það myndi taka leikmanninn, og liðið, tíma að smella saman. Hann er jú einstakur framherji og Englandsmeistararnir léku oftar en ekki án þess að vera með hefðbundinn framherja á síðustu leiktíð. Håland hefur heldur betur svarað því en hann hefur verið vægast sagt sjóðandi heitur í upphafi móts. Hann byrjaði tímabilið á að skora bæði mörkin í 2-0 sigri á West Ham United. Í 4-0 sigrinum gegn Bournemouth lét hann sér nægja að leggja upp eitt mark. Þá skoraði hann eitt mark í 3-3 jafnteflinu gegn Newcastle United á útivelli. Þrjú mörk og ein stoðsending í þremur leikjum er nokkuð gott fyrir 21 árs gamlan framherja sem er að spila sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Håland er hins vegar enginn venjulegur framherji. Norðmaðurinn skoraði þrennu er Man City kom til baka eftir að lenda 0-2 undir gegn Crystal Palace um helgina og hann gerði slíkt hið sama er City rótburstaði nýliða Nottingham Forest 6-0 í kvöld. 9 - Erling Haaland has scored nine goals in his first five @premierleague appearances, a new competition record, surpassing Mick Quinn and Sergio Agüero (both 8). Incredible. pic.twitter.com/t2mrT5bWWZ— OptaJoe (@OptaJoe) August 31, 2022 Hann er því kominn upp í níu mörk í aðeins fimm leikjum og bætir þar með met Mick Quinn og Manchester City goðsagnarinnar Sergio Agüero sem skoruðu báðir átta mörk í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Verði Håland áfram eitthvað í líkingu við Agüero þá munu varnarmenn deildarinnar án efa velja veikindadaga sína vandlega næstu misserin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Håland skoraði þrjú í fyrri hálfleik er Man City rótburstaði nýliðana Englandsmeistarar Manchester City rótburstuðu nýliða Nottingham Forest er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Lokatölur 6-0 eftir að Erling Braut Håland sá til þess að heimamenn voru 3-0 yfir í hálfleik. 31. ágúst 2022 20:20