Veður

Tuttugu stiga múrinn gæti rofnað norð­austan- og austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Egilsstöðum. Talsverð hlýindi munu fylgja þessum suðlægu áttum.
Frá Egilsstöðum. Talsverð hlýindi munu fylgja þessum suðlægu áttum. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir nokkuð ákveðinni suðlægri átt í dag og á morgun þar sem skýjað verður og rigning af og til á sunnan- og vestanverðu landinu. Það bætir svo töluvert í úrkomuna á morgun og miðvikudag.

Á vef Veðurstofunnar segir að fyrir norðan og austan verði vindur mun hægari og lengst af þurrt og bjart veður.

„Talsverð hlýindi fylgja þessum suðlægu vindum og gæti 20 stiga múrinn rofnað á Norðaustur- og Austurlandi og þá einna helst inn til landsins. Síðan er útlit fyrir mun aðgerðarminna veður í framhaldinu.“

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning, hvassast við ströndina, en bjartviðri norðaustanlands. Hlýtt í veðri, allt að 20 stigum fyrir norðan. Hægari suðvestátt og úrkomuminna vestantil undir kvöld og fer að kólna.

Á miðvikudag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á fimmtudag: Breytilegar áttir og dálítil rigning á austanverðu landinu, en annars úrkomulítið. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstudag: Norðaustlæg átt og skýjað með köflum, en smá væta suðaustanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á laugardag: Suðvestanátt, allhvöss norðvestantil, en annars hægari. Þurrt um mest allt land og fremur hlýtt í veðri.

Á sunnudag: Áframhaldandi fremur hlý suðvestanátt og víða þurrt, síst á Vestfjörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×