Veður

Gul viðvörun með rigningu og roki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við mikilli rigningu norðvestantil í dag og auknar líkur eru á skriðuföllum vegna þessa.
Búast má við mikilli rigningu norðvestantil í dag og auknar líkur eru á skriðuföllum vegna þessa. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun er í gildi á Breiðafirði, Vestfjörður, Ströndum og Norðurlandi vestra vegna úrhellisrigningar og hvassviðris. 

Veðurviðvörunin tók gildi á Breiðafirði síðdegis í gær og gildir til hádegis í dag en á Vestfjörðum er hún í gildi frá klukkan 7 til klukkan 10 núna í morgunsárið. Sama er uppi á teningnum á Ströndum og Norðurlandi vestra, en viðvörunin fellur úr gildi klukkan 15. 

ÁBreiðafirði er norðan 10 til 18 m/sog hvassast norðantil. Búast má við vindhviðum á bilinu 20 til 28 m/s við fjöl sem geta ver varhugaverð ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. 

Á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra er almikilli úrkomu spáð við Djúpið og auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Þá mun vaxa talsvert í ám og lækjum og þau orðið illfær. 

Annars staðar á landinu er hægari vindur. Búast má við rigningu með köflum eða skúrum og sums staðar talsverðri rigningu fram eftir hádegi. Yfirleitt á þó að vera þurrt suðvestanlands. Draga mun smám saman úr vindi þegar líður á daginn. 

Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig, hlýjast syðst. Í höfuðborginni er útlit fyrir norðan strekking að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings, en síðdegis verði vindurinn líklega orðinn hægari og léttir til. 

Á morgun má búast við norðlægri eða breytilegri átt, golu eða kalda og þurrt að kalla. Lítilsháttar væta verði þó norðaustanlands fram eftir morgni og sunnantil á landinu eru líkur á að einhverjar skúrir falli eftir hádegi. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.