Enski boltinn

Stuðningsmenn Man Utd ætla að mótmæla fyrir leikinn gegn Liverpool

Atli Arason skrifar
Manchester United tók á móti Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem United tapaði 1-2. Nú stefnir í að enginn stuðningsmaður United mæti á næsta heimaleik liðsins.
Manchester United tók á móti Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem United tapaði 1-2. Nú stefnir í að enginn stuðningsmaður United mæti á næsta heimaleik liðsins. Getty Images

Boðað hefur verið til mótmæla á meðal stuðningsmanna Manchester United fyrir stórleikinn næsta mánudag gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Mótmælin munu fara fram fyrir utan leikvang liðsins, Old Trafford.

Stuðningsmenn liðsins ætla að mótmæla eingarhaldi Glazer fjölskyldunnar á félaginu með því að mæta fyrir utan leikvanginn og ætla sér að vera fyrir utan Old Trafford á meðan leikurinn stendur yfir svo enginn verður í sætum leikvangsins.

Stuðningsmenn Manchester United tjá sig um mótmælin á Twitter undir myllumerkinu #EmptyOldTrafford en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 7.000 færslur verið settar inn á samfélagsmiðilinn undir þessu myllumerki.

Er þetta ekki í fyrsta skipti sem stuðningsmenn United mótmæla með þessum hætti en boðað var til svipaðra mótmæla fyrir leik liðsins gegn Norwich fyrr á þessu ári. Stuðningsmennirnir ruddust einnig inn á leikvanginn fyrir viðureign United og Liverpool í maí 2021.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×