„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2022 23:16 Carragher segir afar slæmt fyrir Liverpool að vera strax komið svo langt á eftir Manchester City á stigatöflunni. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31