Öldungadeildarþingmenn hitta leiðtoga Taívan þrátt fyrir reiði Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 07:54 Sendinefnd bandarísku öldungadeildarinnar á fundi með taívanska forsetanum í morgun. AP Photo/Johnson Lai Sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna mun í dag funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, þrátt fyrir reiði Kínverja. Fundurinn er sagður enn ein yfirlýsing Bandaríkjana á stuðningi þeirra við eyríkið, sem kínversk yfirvöld segja hluta af Kína. Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum. Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Sendinefndin kom til Taívan í gær en ekki hefur verið gefið út hvað verði rætt á fundi þeirra við forsetann í dag. Þetta er önnur heimsókn bandarískra embættismanna til Taívan á innan við mánuði en tæpar tvær vikur eru liðnar síðan Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti eyjuna. Frá þeirri heimsókn hafa kínversk yfirvöld sýnt hernaðarmátt sinn með stöðugum æfingum og hefur kínverski herinn meðal annars skotið eldflaugum yfir eyjarnar, sem hafnað hafa í Taívanssundi. Kína hefur auk þess sent herskip og þotur til að vakta hafsvæðið við eyjuna, sem haldið hefur aftur af kínverska hernum eftir blóðuga borgarstyrjöld á fimmta áratugi síðustu aldar. Kína lítur á pólitísk samskipti bandarískra stjórnmálamanna og yfirvöld eyjunnar sem stuðning við sjálfstæðisyfirlýsingar hennar frá yfirvöldum í Peking. Kína hefur í gegn um tíðina lýst yfir vilja til að taka eyjuna aftur á sitt vald með friðsælum hætti en heræfingar undanfarinna ára hafa vakið upp áhyggjur um að kínversk yfirvöld muni beita hernaðarmætti sínum til að ná henni aftur á sitt vald. Demókratinn Ed Markey frá Massachusetts leiðir fimm manna sendinefnd Bandaríkjanna en hún mun á næstu dögum funda bæði með yfirvöldum og aðilum í einkageiranum.
Bandaríkin Taívan Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58 Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13 Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Bandarískir þingmenn stinga óvænt upp kollinum í Taívan Fimm bandarískir þingmenn fóru í morgun í óvænta heimsókn til Taívans, þar sem þeir munu meðal annars funda með forseta eyríkisins. Tæpar tvær vikur eru síðan Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fór til Taívans en sú ferð reitti ráðamenn í Kína til mikillar reiði. 14. ágúst 2022 14:58
Kínverjar hættir í bili en áskilja sér rétt til hernaðaraðgerða Stjórnvöld í Kína segja heræfingum við Taívan lokið í bili en herafli landsins sé enn að æfingum og í viðbragðsstöðu. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að eftirlit verði áfram haft með sundinu sem skilur Taívan frá meginlandinu og að herinn sé reiðubúinn til að grípa til aðgerða ef þurfa þykir. 10. ágúst 2022 11:13
Fullviss um að Kína undirbúi innrás Utanríkisráðherra Taívan kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Hann segir gremju Kínverja út í Nancy Pelosi, vegna heimsóknar hennar til Taívan, einungis vera afsökun fyrir því að halda heræfingum og ögrunum áfram. 9. ágúst 2022 08:15