Segja Rússland vera hryðjuverkaríki Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2022 11:29 Frá Riga í Lettlandi. EPA/TOMS KALNINS Þingmenn Lettlands samþykktu í morgun ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og aðgerðir Rússa í Úkraínu væru tilraunir til þjóðarmorðs á úkraínsku þjóðinni. Þingmennirnir kölluðu eftir því að önnur ríki lýsi því einnig yfir að Rússland sé hryðjuverkaríki. Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu. Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Í frétt AFP fréttaveitunnar er haft eftir þingmönnum að árásir Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu hafi pólitískan tilgang og því séu þær hryðjuverk. Í ályktuninni segir að Rússar noti þjáningu og ógnanir til að reyna að draga móðinn úr úkraínsku þjóðinni og hernum og til að lama ríkisrekstur Úkraínu með því markmiði að hernema landið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Lettlands segir einnig í ályktuninni að Rússar hafi stutt og fjármagnað aðrar ríkisstjórnir sem fremji hryðjuverk og hryðjuverkasamtök um árabil. Það hafi Rússar gert beint og óbeit með stuðningi við ríkisstjórn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Rússar hafi einnig framið hryðjuverk eins og með Skripal-eitruninni og með því að skjóta niður malasísku farþegaþotuna MH-17. Rihard Kols er formaður utanríkismálanefndar þingsins. The Saeima's statement calls on EU countries to immediately suspend the issuance of tourist and entry visas to Russian and Belarusian citizens. Things cannot and will not go back to normal - not with Russia and their terrorists sowing death and destruction on the world.— Rihards Kols (@RihardsKols) August 11, 2022 Þá segir í ályktuninni að innrás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að tólf milljónir Úkraínumanna hafa þurft að flýja heimili sín og fimm milljónir hafi þurft að flýja land. Þar að auki hafi fjölmörg ódæði rússneskra hermanna gegn óbreyttum borgurum í Úkraínu litið dagsins ljós. Borgarar hafi meðal annars verið myrtir, þeir pyntaðir og þeim nauðgað. Þingið kallaði eftir því að Evrópusambandið hætti að veita ferðamönnum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi vegabréfsáritanir og dragi almennt úr útgáfu vegabréfsáritana til fólks frá þessum löndum. Þjóðþing Litháens samþykkti í maí sambærilega ályktun um að Rússland væri hryðjuverkaríki og Rússar reyndu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu.
Lettland Rússland Hvíta-Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02 Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34 Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23 Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05
Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. 10. ágúst 2022 18:02
Orkuvandræðin í Evrópu hafi áhrif á starfsemi verslana Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað. 10. ágúst 2022 14:34
Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. 10. ágúst 2022 13:23
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21