Viðskipti erlent

Orku­vand­ræðin í Evrópu hafi á­hrif á starf­semi verslana

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Verlsunarkeðjan Leclerc gæti gripið til þess að skerða opnunartíma verlana til þess að spara orku.
Verlsunarkeðjan Leclerc gæti gripið til þess að skerða opnunartíma verlana til þess að spara orku. Getty/NurPhoto

Í kjölfar mikillar hækkunar á orkuverði og litlu flæði á gasi um Evrópu hafa sumar verslunarkeðjur íhugað að stytta opnunartíma verslana og slökkva ljós í þeirri von að það lækki orkukostnað.

Mikil ólga hefur ríkt í orkumálum í Evrópu á síðustu misserum í kjölfar stríðsins í Úkraínu og ákvarðana Rússlands og fyrirtækisins Gazprom hvað varðar flutning á gasi með Nord Stream 1 leiðslunni. Flutningur á gasi frá Rússlandi í gegnum leiðsluna hefur minnkað til muna.

Reuters greinir frá því að meira en 1.500 verslanir keðjunnar SPAR í Austurríki hafi tekið þá ákvörðun að minnka lýsingar fyrir fram stillingar í gluggum verslana. Mikið magn orku muni sparast í kjölfar ákvörðunarinnar eða milljón kílóvattstundir.

Þó virðist verslanir ekki einungis ætla að grípa til orkusparnaðar í formi minni ljósanotkunar heldur einnig lokana. Franski verslanarisinn Leclerc hafi tilkynnt að mögulega yrði gripið til þeirra neyðarúrræða að stytta opnunartíma til þess að spara orku.


Tengdar fréttir

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.