Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 18:02 Marina Ovsyannikova hefur verið handtekin fyrir að fara niðrandi orðum um rússneska herinn og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi. AP Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39