Seagal braut gegn Genfarsáttmálanum á hernumdum svæðum í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2022 13:23 Steven Seagal með Denis Pushilin, leiðtoga Lýðveldisins í Donetsk. Steven Seagal, hinn víðfrægi bandaríski leikari, er nú staddur í Úkraínu á svæðum sem Rússar hafa hernumið. Þar er hann sagður vinna að gerð heimildarmyndar sem ætlað er að varpa ljósi á sannleikann varðandi innrás Rússa í Úkraínu og breyta viðhorfi fólks til innrásarinnar. Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu feðramönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Meðal annars hefur Seagal tekið viðtöl við stríðsfanga, en það er bannað samkvæmt Genfarsáttmálanum og ákvæða hans um meðferð stríðsfanga. Denis Pushilin, leiðtogi Lýðveldisins í Donetsk, sagði frá heimsókn Seagals til bæjarins Olenivka á Telegram í gærkvöldi og vinnu hans að heimildarmyndinni. Hann sagði einni frá því að leikarinn hefði tekið viðtöl við úkraínska stríðsfanga. Tugir úkraínskra stríðsfanga létu lífið í Olenivka í síðasta mánuði. Rússar sögðu Úkraínumenn hafa gert loftárás á fangelsið til að stöðva fangana í að segja frá meintum stríðsglæpum Úkraínumanna. Úkraínumenn saka hins vegar Rússa um sprenginguna og segja markmiðið hafa verið að hylma yfir pyntingar á úkraínskum stríðsföngum. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Margir þeirra gáfust upp í Maríupól og tilheyra Azov-herdeildinni, sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu. Herdeildin var stofnuð eftir upprunalegu innrás Rússa í Úkraínu árið 2014 og var með höfuðstöðvar í Maríupól. Hún hefur lengi verið bendluð við nýnasista og fjarhægri öfgamenn en ráðamenn í Kænugarði segja að tekið hafi verið til í herdeildinni. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól varðandi ásakanir þeirra um að Úkraínu sé stýrt af nasistum. Sjá einnig: Rauða krossinum meinaður aðgangur að særðum stríðsföngum Rússneski sjónvarpsmaðurinn Vladimir Solovyov sagði frá því á Telegram í gær að Seagal hefði persónulega skoðað brak úr bandarískum eldflaugum og það sannaði að Úkraínumenn hefðu myrt eigin hermenn í massavís. Solovyov sagði einnig frá því að Seagal hefði rætt við úkraínska stríðsfanga. Bæði meðlimi Azov og landgönguliða. Solovyov sagði leikarann hafa spurt þá „óþægilegra spurninga“. Seagal hefur á undanförnum árum búið í Rússlandi og fékk hann rússneskan ríkisborgararétt árið 2016, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann var svo gerður sérstakur sendiherra Rússlands og gefið það verkefni að bæta samskipti Rússlands og Bandaríkjanna en viðurkenndi nýverið að það hefði misheppnast hjá sér. Graham Philips, sem er breskur maður sem tók í sumar „viðtöl“ við Úkraínska stríðsfanga á vegum rússneskra ríkismiðla, var sakaður um stríðsglæpi vegna þessara viðtala. Meðal annars ræddi hann við Aiden Aslin, sem er breskur maður, sem búið hefur í Úkraínu í fjögur ár. Hann er einnig með úkraínskan ríkisborgararétt og er meðlimur í landgönguliði Úkraínu. Hann var handsamaður í Maríupól fyrr í stríðinu og hafa Rússar sakað hann ranglega um að vera málaliði og var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Íslenskur fréttamaður á vegum Pútíns tók viðtal við meintan stríðsglæpamann Rússneskir ríkismiðlar hafa birt þó nokkur myndbönd af Aslin í haldi og var hann meðal annars þvingaður til að syngja rússneska þjóðsönginn á myndbandi, eftir að hann var dæmdur til dauða. Sjá einnig: Rússar vilja hengja hermennina Í stuttum ummælum sem birt hafa verið í rússnesku sjónvarpi veltir Seagal því fyrir sér hvort einn af „nasistunum“ sem dóu í sprengingunni í fangelsinu í Olenivka hafi verið sprengdur í loft upp af Úkraínumönnum vegna þess að hann hafi verið byrjaður að segja frá stríðsglæpum og mannréttindabrotum Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. Steven Seagal talking about the Olenivka Massacre, in which 53 Ukrainian POWs were killed.He says:1. Ukraine did it in a HIMARS strike2. The Ukrainian POWs were Nazis3. Zelensky ordered the strike because the prisoners started talking.Disgusting! pic.twitter.com/5XOe3jqRra— Visegrád 24 (@visegrad24) August 10, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu feðramönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira