Veður

Gul viðvörun á hálendi og Austurlandi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kort Veðurstofunnar.
Kort Veðurstofunnar. veðurstofan

Gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendi og Austurlandi nú um helgina. Útlit er fyrir slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og hvassviðri í dag.

Greint er frá þessu á vef Veðurstofunnar. Gulu viðvaranirnar eru í gildi í dag fyrir hádegi en einnig meiri hluta sunnudags á morgun. Á svæðum sem viðvörunin er í gildi er spáð norðvestan tíu til tuttugu metrum á sekúndu og snörpum vindkviðum við fjöll sem gætu náð allt að 25 metra á sekúndu. Varað er við akstri ökutækja sem eruviðkvæm eru fyrir vindum. 

Á Austfjörðum og austanversðu hálendi er spáð slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og hálku á fjallvegum og er fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×