Veður

Á­gætis ferða­veður um helgina

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ágætis ferðaveður verður um helgina að mati veðurfræðings. 
Ágætis ferðaveður verður um helgina að mati veðurfræðings.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ágætis ferðaveður vera um helgina, hægur vindur verði á landinu en skin og skúrir einkenni helgina. Leifar hitabylgjunnar sem hefur geisað í Evrópu skili sér ekki hingað, að minnsta kosti ekki næstu vikuna.

Einhverjar skúraleiðingar verði bæði í dag og á morgun, aðallega seinni partinn og inn til landsins en veður helgarinnar sé nokkuð jafnskipt, sama veðurlag verði í öllum landshlutum. Hiti á bilinu 10 til 16 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Mánudagur

Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir. Hiti 10 til 16 stig.


Þriðjudagur

Hægviðri, skýjað og lítilsháttar skúrir. Hiti 8 til 15 stig. Suðaustan 8-13 m/s og rigning sunnan- og vestan til um kvöldið.


Miðvikudagur

Suðvestlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning víða um land. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.


Fimmtudagur

Norðvestlæg átt og dálitlar skúrir, en rigning um tíma vestan til. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.


Föstudagur

Breytileg átt og lítilsháttar skúrir. Hiti 8 til 13 stig yfir daginn.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.