Bayern hefur áhuga á Kane en Tottenham telur hann ósnertanlegan Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júlí 2022 14:31 Harry Kane skorar úr vítaspyrnu gegn Bayern München í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Vísir/Getty Þýska stórveldið Bayern München er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane, stjörnuframherja Tottenham, í sínar raðir ef Robert Lewandowski yfirgefur þýsku meistarana. Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022 Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira
Markamaskínan Robert Lewandowski hefur ekki farið leynt með það að hann vilji yfirgefa herbúðir Bayern, en leikmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næsta tímabil. Lewandowski hefur sagst vilja fara til Barcelona. Sjálfir hafa forsvarsmenn Bayern sagt að framherjinn sé ekki til sölu. Nú virðast þeir þó vera farnir að horfa í kringum sig ef ske kynni að Lewandowski yfirgefi félagið. Ef Pólverjinn fer ekki í sumar verður að teljast ansi líklegt að hann sé á útleið eftir næsta tímabil þegar samningur hans rennur út. Ef marka má grein sem birtist á þýska vefmiðlinum Kicker.de í morgun hafa forráðamenn Bayern rennt hýru auga til enska framherjans Harry Kane. Ekki eru margir leikmenn í heiminum sem gætu fyllt í skarðið sem Lewandowski myndi skilja eftir sig, en Kane hefur verið einn allra besti framherji heims undanfarin ár og væri því vænlegur kostur fyrir þýska liðið. Bayern Munich are considering Harry Kane as a replacement for Robert Lewandowski.[kicker] pic.twitter.com/EGwSUWZSbu— Transferchanger (@TransferChanger) July 11, 2022 Kane er þó langt frá því að vera fyrsti maður á lista yfir þá leikmenn sem Tottenham vill losna við og þá er þetta ekki í fyrsta skiptið sem evrópskt stórveldi reynir að kroppa í leikmanninn. Samningur hans við Lundúnaliðið rennur út árið 2024 og þjálfarar, stjórnendur og eigendur Tottenham telja hann ósnertanlegan. Þá er Tottenham einnig sagt vera að undirbúa viðræður um nýjan samning við leikmanninn. There’s no discussion, negotiation or talk about Harry Kane. Tottenham always considered him untouchable and there’s nothing concrete going on with Bayern. ⚪️❌ #THFCLewy, Paratici and Conte have never considered to sell Kane this summer - Spurs want to discuss a new deal soon. pic.twitter.com/bo9io7Ylcb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 10, 2022
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Sjá meira