Veður

Gul við­vörun gefin út fyrir Suð­austur­land

Árni Sæberg skrifar
Viðvörunin gildir fyrir Öræfi og Mýrdal.
Viðvörunin gildir fyrir Öræfi og Mýrdal. Vísir/Jóhann

Gul viðvörun verður í gildi á Suðausturlandi frá klukkan 11 til klukkan 23 á morgun, fimmtudag.

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að suðvestan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu verði í Öræfum og Mýrdal milli 11:00 og 23:00 á morgun. Þá er gert ráð fyrir vindkviðum allt að 35 metrum á sekúndu.

Tekið er fram að svo mikið hvassviðri sé varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Því er ekki ráðlegt að taka forskot á sæluna og keyra með ferðavagn í útilegu austur fyrir Kirkjubæjarklaustur á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×