Enski boltinn

Forseti serbneska sambandsins: Vlahovic er betri en Haaland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dusan Vlahovic hefur stimplað sig inn hjá stórliði Juventus. Hér er hann í leik á móti Genoa á síðustu leiktíð.
Dusan Vlahovic hefur stimplað sig inn hjá stórliði Juventus. Hér er hann í leik á móti Genoa á síðustu leiktíð. EPA-EFE/LUCA ZENNARO

Erling Braut Haaland og Dusan Vlahovic eru tveir ungir og mjög frambærilegir framherjar sem eru nú komnir í tvö af þekktustu fótboltafélögum heims. Frægð annars þeirra er þó mun meiri en hins. Sá lítt þekktari á sér hins vegar góðan talsmann.

Nenad Bjekovic, forseti serbneska knattspyrnusambandsins, tjáði sig nýverið um landa sinn Vlahovic og bar hann þá saman við nýja stjörnuframherja Englandsmeistaranna. Haaland er 21 árs en Vlahovic 22 ára.

Manchester City keypti Haaland frá Borussia Dortmund í sumar en Juventus fékk Vlahovic frá Fiorentina í janúarglugganum. Haaland kostaði sextíu milljónir evra en Serbinn var tuttugu milljónum evra dýrari.

Sá norski skoraði 27 mörk í 29 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð en Vlahovic var „bara“ með 29 mörk í 45 leikjum með Fiorentina og Juventus.

„Vlahovic er betri en Erling Braut Haaland. Hann meiri alhliða leikmaður,“ sagði Nenad Bjekovic í samtali við Tuttosport á Ítalíu.

„Haaland hefur ótrúlega mikinn kraft en Vlahovic er litlu krafminni. Þeir eru síðan nánast jafnháir,“ sagði Bjekovic.

„Framherji Juventus er hins vegar með betri tækni og leikstíll hans er betri. Manchester City og Juventus borguðu nánast það sama fyrir þessa leikmenn þegar þau keyptu þá frá Borussia Dortmund og Fiorentina,“ sagði Bjekovic.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.