Enski boltinn

Leikmaður Wolves lauk herskyldu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hwang Hee-chan í fullum herskrúða.
Hwang Hee-chan í fullum herskrúða. wolves

Hwang Hee-chan, leikmaður Wolves í ensku úrvalsdeildinni, nýtti sumarfríið sitt á annan hátt en flestir aðrir fótboltamenn. Hann lauk nefnilega herskyldu í heimalandinu, Suður-Kóreu.

Allir suður-kóreskir karlmenn á aldrinum átján til 28 ára þurfa að sinna eins og hálfs árs herskyldu. Ellegar eiga þeir yfir höfði sér fangelsisdóm.

Hwang þurfti hins vegar aðeins að ljúka fjögurra vikna herskyldu en hann fékk undanþágu vegna þess að hann varð Asíumeistari með suður-kóreska landsliðinu 2018.

Hwang snýr nú aftur til Englands til að hefja undirbúningstímabilið með Wolves. Hann kom til Wolves síðasta haust á láni frá RB Leipzig. Úlfarnir keyptu hann svo eftir tímabilið.

Hinn 26 ára Hwang lék þrjátíu leiki með Wolves í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.