Samþykktu að svipta stóriðju fríum losunarheimildum fyrir 2032 Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2022 14:46 Álver Alcoa í Reyðarfirði er stærsti losandinn á Íslandi sem heyrir undir viðskptakerfi ESB með losunarheimildir. Öll fyrirtækin sem heyra undir það á Íslandi þurftu að kaupa sér heimildir umfram þær sem þau fengu úthlutað í fyrra. Vísir/Arnar Evrópuþingið samþykkti stórtækar breytingar á viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir í dag. Stóriðjufyrirtæki hætta að fá ókeypis losunarheimildir fyrir árið 2032 en í staðinn verður tekinn upp kolefnisskattur á innflutt stál, sement og fleiri vörur. Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið. Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Breytingarnar voru umdeilda. Evrópuþingið hafnaði frumvarpi um breytingar á viðskiptakerfinu (ETS) fyrr í þessum mánuði. Þingmenn voru ekki á einu máli um hversu hratt ætti að hætta að útdeilda ókeypis losunarheimildum í ljósi hækkandi orkuverðs og verðbólgu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með breytingunum verður þak á losunarheimildir lækkað um 4,4% frá 2024, 4,5% frá 2026 og 4,6% frá 2029. Til viðbótar verða sjötíu milljónir losunarheimilda fjarlægðar árið 2024 og fimmtíu milljónir árið 2026 til þess að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er liður á loftslagsmarkmiði Evrópusambandsins um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ársins 1990 fyrir árið 2030. Íslensk stjórnvöld hafa sagst ætla að taka þátt í markmiðinu en hlutdeild Íslands liggur enn ekki fyrir. Íslensk stóriðjufyrirtæki eru þátttakendur í viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Fyrirtæki hafa fengið úthlutað losunarheimildum endurgjaldslaust upp að einhverju marki. Hugmyndin með viðskiptakerfinu er að þeim heimildum fari fækkandi með tímanum og fyrirtækin þurfi þá annað hvort að draga úr losun sinni eða greiða síhækkandi verð fyrir heimildirnar. Gagnrýnendur kerfisins telja að fríu losunarheimildirnar hafi grafið undan hvata fyrirtækja til þess að draga úr losun sinni. Evrópuþingið útvatnaði aftur á móti tillögur um að losun bygginga og samgangna heyrði undir viðskiptakerfið. Aftur á móti studdi það að láta alla losun alþjóðlegra skipasiglinga til og frá aðildarríkjunum falla undir kerfið frá 2027. Framkvæmdastjórn ESB hafði lagt til að helmingur losunarinnar yrði felldur undir kerfið.
Evrópusambandið Loftslagsmál Tengdar fréttir ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25 Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
ESB-ríki náðu losunarmarkmiði fyrir 2020 leikandi létt Losun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 34% árið 2020 miðað við árið 1990, mun meira en yfirlýst markmið þeirra um fimmtungssamdrátt á tímabilinu. Umhverfissamtök segja árangurinn aðeins sýna að markið hafi verið sett af lágt til að byrja með. 3. júní 2022 12:25
Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. 17. maí 2022 14:52