Losun frá íslenskum iðnaði dróst aðeins saman Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2021 10:00 Álver Alcoa í Reyðarfirði var stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í fyrra þegar það losaði meira en 575.000 tonn af koltvísýringsígildum. Losunin hækkaði lítillega á milli ára. Vísir/Vilhelm Stöðvun á starfsemi kísilvers PCC á Bakka í fyrra er talin meginástæða 1,8% samdráttar á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði á Íslandi sem heyrir undir evrópsks viðskiptakerfis með losunarheimildir á milli ára í fyrra. Stóriðjufyrirtækin eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda af þeim sjö íslensku rekstraraðilum í iðnaði sem heyra undir ETS, viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Auk þeirra gera Loðnuvinnslan og gagnaver Verne upp losun sína í kerfinu. Heildarlosun frá stóriðjunni nam 1.780.064 tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra en hún var 1.812.710 tonn árið 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn að mestu til þess að starfsemi kísilvers PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í júlí, að sögn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á eftirspurn á heimsmarkaði. Fyrirtækið undirbýr nú að hefja starfsemi á ný. Innan ETS-kerfisins dróst losun frá iðnaði saman um 11,2% í fyrra og nam 1,3 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Þegar 64,1% samdráttur í losun frá flugsamgöngum er tekinn með í reikninginn dróst losun innan ETS-kerfisins í heild saman um 13,3% á milli ára. Álið og kísillinn fyrirferðarmestur Álver Alcoa á Reyðarfirði er stærsti einstaki losandinn á Íslandi en það losaði 575.903 tonn af koltvísýringsígildum í fyrra. Losun þess stóð svo gott sem í stað á milli ára. Næstmest losaði álver Norðuráls á Grundartanga, 510.858 sem var innan við eins prósents samdráttur frá árinu áður.´ Losun kísilvers Elkem á Grundartanga jókst um rúm 7,6% í fyrra og nam 357.622 tonnum af koltvísýringsígildum. Á sama tíma dróst losun álvers Rio Tinto í Straumsvík saman um 5,5% og nam 276.296 tonnum í fyrra. Aðrir rekstraraðilar losuðu umtalsvert minna. Kísilver PCC á Bakka losaði 58.966 tonn sem var samdráttur um 40% á milli ára. Fiskimjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði losaði 389 tonn og gagnaverið Verne í Reykjanesbæ þrjátíu tonn. Starfsemi kísilvers PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í júlí í fyrra sem skýrir að mestu samdrátt í losun frá íslenskri stóriðju í fyrra.Vísir/Vilhelm Keyptu heimildir fyrir hundruð þúsunda tonna ETS-kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugferðum. Öll Evrópusambandsríkin auk Íslands, Liechtenstein og Noregs eiga aðild að því. Kerfið byggir á viðskiptum með svonefndar losunarheimildir. Fyrirtækin fá úthlutað ákveðnum kvóta endurgjaldlaust en losi þau meira þurfa þau að kaupa heimildir fyrir umframlosunina. Endurgjaldlausu heimildunum fækkar eftir því sem tíminn líður og verðið á losunarheimildum hefur farið hækkandi. Þannig verður til hvati fyrir fyrirtæki til að draga úr losun sinni. Allir stærstu íslensku iðnrekendurnir sem taka þátt í ETS-kerfinu þurftu að kaupa sér losunarheimildir í fyrra þar sem losun þeirra var umfram þær heimildir sem þeir fengu endurgjaldslaust. Fjögur fyrirtæki þurftu samtals að kaupa heimildir fyrir 371.177 tonn sem þau losuðu umfram þær sem þau fengu úthlutað. Til samanburðar fengu stóriðjufyrirtækin úthlutað heimildum fyrir losun á bilinu 243.000-438.000 tonnum endurgjaldslaust í fyrra. Norðurál þurfti að kaupa flestar heimildirnar, fyrir alls 154.424 tonn, Alcoa 137.066 tonn, Elkem 46.892 tonn og Rio Tinto 32.795 tonn. Umhverfisstofnun veitir ekki upplýsingar um fyrir hversu háar fjárhæðir stóriðjan keypti losunarheimildir. Verð á þeim hefur farið ört hækkandi undanfarið og kostar nú tonnið um 57 evrur. Miðað við það verð þyrftu fyrirtækin fjögur að greiða um 21,1 milljón evra, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna, í losunarheimildir í fyrra. Losun íslenskra aðila innan ETS-kerfisins er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú losun dróst saman um 2% á milli 2019 og 2018 samkvæmt árlegri skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Greint var frá því fyrr í vikunni að losun íslenskra flugrekenda í kerfinu hefði dregist saman um 69% í fyrra þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn setti flugsamgöngur úr skorðum. Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Stóriðjufyrirtækin eru umsvifamestu losendur gróðurhúsalofttegunda af þeim sjö íslensku rekstraraðilum í iðnaði sem heyra undir ETS, viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Auk þeirra gera Loðnuvinnslan og gagnaver Verne upp losun sína í kerfinu. Heildarlosun frá stóriðjunni nam 1.780.064 tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra en hún var 1.812.710 tonn árið 2019. Umhverfisstofnun rekur samdráttinn að mestu til þess að starfsemi kísilvers PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í júlí, að sögn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á eftirspurn á heimsmarkaði. Fyrirtækið undirbýr nú að hefja starfsemi á ný. Innan ETS-kerfisins dróst losun frá iðnaði saman um 11,2% í fyrra og nam 1,3 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Þegar 64,1% samdráttur í losun frá flugsamgöngum er tekinn með í reikninginn dróst losun innan ETS-kerfisins í heild saman um 13,3% á milli ára. Álið og kísillinn fyrirferðarmestur Álver Alcoa á Reyðarfirði er stærsti einstaki losandinn á Íslandi en það losaði 575.903 tonn af koltvísýringsígildum í fyrra. Losun þess stóð svo gott sem í stað á milli ára. Næstmest losaði álver Norðuráls á Grundartanga, 510.858 sem var innan við eins prósents samdráttur frá árinu áður.´ Losun kísilvers Elkem á Grundartanga jókst um rúm 7,6% í fyrra og nam 357.622 tonnum af koltvísýringsígildum. Á sama tíma dróst losun álvers Rio Tinto í Straumsvík saman um 5,5% og nam 276.296 tonnum í fyrra. Aðrir rekstraraðilar losuðu umtalsvert minna. Kísilver PCC á Bakka losaði 58.966 tonn sem var samdráttur um 40% á milli ára. Fiskimjölsverksmiðja Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði losaði 389 tonn og gagnaverið Verne í Reykjanesbæ þrjátíu tonn. Starfsemi kísilvers PCC á Bakka við Húsavík var stöðvuð í júlí í fyrra sem skýrir að mestu samdrátt í losun frá íslenskri stóriðju í fyrra.Vísir/Vilhelm Keyptu heimildir fyrir hundruð þúsunda tonna ETS-kerfinu er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og flugferðum. Öll Evrópusambandsríkin auk Íslands, Liechtenstein og Noregs eiga aðild að því. Kerfið byggir á viðskiptum með svonefndar losunarheimildir. Fyrirtækin fá úthlutað ákveðnum kvóta endurgjaldlaust en losi þau meira þurfa þau að kaupa heimildir fyrir umframlosunina. Endurgjaldlausu heimildunum fækkar eftir því sem tíminn líður og verðið á losunarheimildum hefur farið hækkandi. Þannig verður til hvati fyrir fyrirtæki til að draga úr losun sinni. Allir stærstu íslensku iðnrekendurnir sem taka þátt í ETS-kerfinu þurftu að kaupa sér losunarheimildir í fyrra þar sem losun þeirra var umfram þær heimildir sem þeir fengu endurgjaldslaust. Fjögur fyrirtæki þurftu samtals að kaupa heimildir fyrir 371.177 tonn sem þau losuðu umfram þær sem þau fengu úthlutað. Til samanburðar fengu stóriðjufyrirtækin úthlutað heimildum fyrir losun á bilinu 243.000-438.000 tonnum endurgjaldslaust í fyrra. Norðurál þurfti að kaupa flestar heimildirnar, fyrir alls 154.424 tonn, Alcoa 137.066 tonn, Elkem 46.892 tonn og Rio Tinto 32.795 tonn. Umhverfisstofnun veitir ekki upplýsingar um fyrir hversu háar fjárhæðir stóriðjan keypti losunarheimildir. Verð á þeim hefur farið ört hækkandi undanfarið og kostar nú tonnið um 57 evrur. Miðað við það verð þyrftu fyrirtækin fjögur að greiða um 21,1 milljón evra, jafnvirði hátt í 3,2 milljarða íslenskra króna, í losunarheimildir í fyrra. Losun íslenskra aðila innan ETS-kerfisins er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Sú losun dróst saman um 2% á milli 2019 og 2018 samkvæmt árlegri skýrslu sem íslensk stjórnvöld skiluðu til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Greint var frá því fyrr í vikunni að losun íslenskra flugrekenda í kerfinu hefði dregist saman um 69% í fyrra þegar kórónuveiruheimsfaraldurinn setti flugsamgöngur úr skorðum.
Loftslagsmál Stóriðja Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira