Kolefnisgjald og sala losunarheimilda skilað ríkinu 59 milljörðum Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 14:52 Íslenskir álframleiðendur eru meðal annars háðir losunarheimildum gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Vilhelm Sala losunarheimilda gróðurhúsalofttegunda hefur skilað íslenska ríkinu 11,41 milljarði króna í tekjur. Tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema 47,72 milljörðum króna frá því að innheimta hófst árið 2010. Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Ríkið hóf að fá tekjur af uppboði losunarheimilda árið 2019 þegar 3,58 milljarðar króna skiluðu sér í ríkiskassann en talan tók stökk upp á við árið 2020 þegar tekjurnar námu 6,07 milljörðum. Í fyrra námu þær 847 milljónir króna samkvæmt bráðabirgðaútreikningum en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafa stjórnvöld selt losunarheimildir fyrir 920 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við þingfyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Samtals hafa tekjur af kolefnisgjaldi og sölu losunarheimilda því skilað 59,13 milljörðum í ríkissjóð frá árinu 2010. Báðir tekjustofnar renna beint í ríkissjóð en hvorugur þeirra er sérstaklega eyrnamerktur aðgerðum í loftslagsmálum. Tekjur af kolefnisgjaldi náði hámarki í fyrra Tekjur af kolefnisgjaldi náðu hámarki árið 2021 þær námu 5,77 milljörðum króna. Tekjurnar hafa farið hækkandi á seinustu árum í samræmi við hækkun kolefnisgjalds árið 2018, 2019, 2020. Fram kemur í svari fjármálaráðherra að kolefnisgjald hafi skilað 2,15 milljörðum króna í ríkissjóð á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kolefnisgjald er lagt á gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt vetniskolefni. Markmið gjaldsins er að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að verð losunarheimilda muni hækka um 2 til 4 prósent árlega á næstu fimm árum en á móti er gert ráð fyrir fækkun losunarheimilda. „Í forsendum tekjuáætlunar er gert ráð fyrir að kolefnisgjald hækki í samræmi við þróun vísitölu neysluverðs, en þó aldrei umfram 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Með fjölgun umhverfisvænna og sparneytinna bifreiða er búist við að gjaldstofn kolefnisgjalds, sem eru lítrar og kílógrömm jarðefnaeldsneytis, fari lækkandi á komandi árum,“ segir í svari við fyrirspurninni. Ísland er hluti af viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Losun gróðurhúsalofttegunda frá tiltekinni starfsemi á EES-svæðinu er háð losunarheimildum og þurfa rekstraraðilar slíkrar starfsemi að tryggja sér slíkar heimildir. Heimildunum er að hluta til úthlutað endurgjaldslaust til rekstraraðila og að hluta til boðnar upp. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að unnt sé að afla losunarheimilda við úthlutun yfirvalda í viðkomandi ríki, á uppboði á vegum stjórnvalda, með þátttöku í loftslagsvænum verkefnum samkvæmt Kýótó-bókuninni og með viðskiptum á frjálsum markaði.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira