KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:05 Sigurvin Ólafsson mun færa sig um set í Bestu deildinni. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira