KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 13:01 Það er alltaf hart barist þegar KR og ÍA mætast. Skagamönnum hefur þó gengið heldur illa að næla í stig gegn erkifjendunum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira