Spáir því að Man City sé að fá tvær stórstjörnur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 07:10 Leggið nafnið á minnið. Marcelo Endelli/Getty Images Emi Martinez, markvörður Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem og Argentínu, hefur mikla trú á samlanda sínum Julián Alvarez. Sá mun ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City. Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Eftir miklar umræður síðasta vetur að Man City vantaði alvöru framherja þá mun liðið mæta til leiks með tvo nýja framherja á næstu leiktíð. Mikið hefur verið fjallað um komu Erlings Braut Håland enda er hinn 21 árs gamli Norðmaður einn mest spennandi leikmaður síðari ára. Hinn 22 ára gamli Alvarez er enginn aukvisi heldur. Englandsmeistararnir keyptu hann í febrúar en lánuðu hann svo aftur til River Plate í Argentínu. Þar hefur Alvarez farið á kostum, hefur hann skorað 14 mörk í 18 leikjum ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Emiliano Martinez tips Man City's Julian Alvarez to shine after failed Aston Villa attempt | @MullockSMirror https://t.co/PeN8eQr8Le— Mirror Football (@MirrorFootball) June 11, 2022 Martinez hefur gríðarlega trú á samherja sínum og hrósaði honum í hástert nýverið. „Við vitum allir hversu hæfileikaríkur Julián er. Hann er mjög auðmjúkur leikmaður sem fórnar sér fyrir liðið, hann hefur lagt hart að sér til að komast á þann stað sem hann er á. Hann á eftir að standa sig mjög vel í Manchester. Ég held raunar að hann verði stórstjarna.“ „Ég reyndi að fá hann til Aston Villa. Áður en við fórum á Suður-Ameríkukeppnina á síðasta ári þá sagði ég honum að koma til Villa. Það var hins vegar þá þegar ljóst að hann væri á leiðinni til City.“ „Julián mun spila vel með City. Við erum að tala um að hann er að fara vinna með einum besta þjálfara í heimi. Hann mun sýna gæði sín sem og skuldbindingu.“ Það er ljóst að Martinez hefur fulla trú á samlanda sínum sem hefur nú spilað níu A-landsleiki fyrir Argentínu. Ef allt fer að óskum verða þeir báðir í eldlínunni er Argentína hefur leik á HM í nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira