Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 12:30 Salah hefur áður búið í Lundúnum. Mögulega vill hann snúa aftur þangað eða ef til vill dauðlangar honum að búa í Manchester. Alex Livesey/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira