Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 12:30 Salah hefur áður búið í Lundúnum. Mögulega vill hann snúa aftur þangað eða ef til vill dauðlangar honum að búa í Manchester. Alex Livesey/Getty Images Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Samningur Salah við Liverpool gildir til 30. júní á næsta ári. Hann hefur staðfest að hann verði áfram í Bítlaborginni til 2023 hið minnsta en framherjinn hefur gefið út að hann vill nýjan og endurbættan samning. Hvort Liverpool sé að draga á langinn með að semja þar sem Salah verður orðinn 31 árs þegar núverandi samningur hans rennur út er óljóst en félagið hefur ekki viljað samþykkja launakröfur Egyptans til þessa. Salah telur sig eiga skilið nýjan samning þar sem hann hefur verið hreint út sagt magnaður síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann var frábær á nýafstöðu tímabili er Liverpool vann bæði FA- og deildarbikarinn. Liðið var hársbreidd frá því að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn og tapaði svo naumlega fyrir Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Alls skoraði Salah 31 mark og lagði upp 16 til viðbótar í 51 leik á leiktíðinni. Salah hefur áður verið orðaður við stórlið á borð við París Saint-Germain og Evrópumeistara Real Madríd er samningur hans við Liverpool rennur út en nú hefur leikmaðurinn gefið til kynna að hann gæti fært sig um set innan Englands. Mo Salah is open to joining another Premier League side on a free transfer in 2023 if he doesn t receive a 'significantly improved' offer from Liverpool, reports @JamesPearceLFC pic.twitter.com/9NMuFe0owC— B/R Football (@brfootball) June 1, 2022 Frá þessu greinir James Pearce, blaðamaður The Athletic, en sá er einstaklega vel tengdur öllum málefnum sem koma að Liverpool. Það er ljóst að ekki eru mörg lið sem gætu boðið Salah betri samning en Liverpool. Englandsmeistarar Manchester City og nágrannar þeirra í Manchester United gætu það. Þá gæti Salah snúið aftur til Chelsea en það á þó eftir að koma í ljós hversu mikinn pening nýir eigendur félagsins setja í félagið. Hvort Salah sé að reyna þrýsta nýjum samning í gegn eða hafi í raun áhuga á að flytja til Manchester eða Lundúna verður ósagt látið en það yrðu án efa ein stærstu félagaskipti innan Englands á þessari öld.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira