Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. maí 2022 07:26 Joe Biden í verksmiðju Lockheed Martin í Alabama í kvöld. AP/Evan Vucci Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira