Vaktin: Sagði Úkraínumenn gera Rússa að fíflum Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. maí 2022 07:26 Joe Biden í verksmiðju Lockheed Martin í Alabama í kvöld. AP/Evan Vucci Frans páfi segist ekki hafa í hyggju að heimsækja Kænugarð en hann sé viljugur til að hitta Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þetta sagði hann í viðtali við dagblaðið Corriere della Sera, þar sem hann líkti átökunum í Úkraínu við þjóðarmorðið í Rúanda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum. Rússar gerðu í kvöld umfangsmiklar eldflaugaárásir á innviði Úkraínu. Talið er að mögulega sé um umfangsmestu eldflaugaárásir stríðsins að ræða. Rafmagnslaust er í Lviv og víðar og er lestarkerfi Úkaínu sagt hafa orðið fyrir töluverðum skemmdum. Eldflaugum var skotið á minnst sex lestarstöðvar í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa úkraínska þingið í dag. Talið er að um 200 almennir borgarar séu enn fastir í Azovstal-verksmiðjunni. Rússar hófu árásir á verksmiðjuna strax og björgunaraðgerðum Sameinuðu þjóðanna lauk í gær. Bandaríkjamenn segja Rússa hyggjast innlima Donbas, það er að segja héruðin Donetsk og Luhansk, með fölsuðum kosningum. Evrópusambandið undirbýr nú refsiaðgerðir sem munu meðal annars felast í banni á kaupum á olíu frá Rússlandi. Þjóðverjar segjast styðja slíkar aðgerðir en Ungverjar og Slóvakar munu mögulega fá undanþágu. Breska varnarmálaráðuneytið segir innrás Rússa í Úkraínu hafa veikt rússneska heraflann til muna og vegna refsiaðgerða bandamanna muni taka langan tíma fyrir hann að ná sér. Ísraelar eru enn æfir yfir staðhæfingu Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Adolf Hitler hafi verið með „gyðinga-blóð“ í æðum. Jerusalem Post segir þetta þýða að stjórnvöld í Ísrael geti ekki lengur verið hlutlaus gagnvart átökunum í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira