Vaktin: Segja Rússa ætla mögulega að opna nýja víglínu í vestri Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. apríl 2022 06:41 Úkraínskur hermaður framkvæmir viðhald á skriðdreka í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Samkvæmt Reuters hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom staðið við hótanir sínar frá í gær og skrúfað fyrir gasflutning til Póllands og Búlgaríu, þar sem ríkin hafa neitað að fara að kröfum Rússa og greiða fyrir gasið í rúblum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraínumenn segja að Rússar hafi í huga að nota Transnistríu til að ráðast inn í Moldóvu eða opna nýja víglínu í Úkraínu. Undanfarna daga hafa nokkrar árásir verið gerðar í sjálfstjórnarhéraðinu í Moldóvu þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússlandi fara með völd. Stjórnvöld í Póllandi segjast hafa handtekið einn ríkisborgara Rússlands og einn ríkisborgara Hvíta-Rússlands fyrir njósnir. Hafa einstaklingarnir verið úrskurðaðir í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Elizabeth Truss, utanríkisráðherra Bretlands, mun í dag kalla eftir því að bandamenn Úkraínu auki við hergagnaframleiðslu til að hjálpa Úkraínumönnum í stríðinu gegn Rússum. Mun hún segja að sigur Rússa myndi hafa hörmulegar afleiðingar um allan heim. Sprengingar heyrðust í borginni Belgorod í Rússlandi í morgun, skammt frá landamærunum að Úkraínu. Viðbragðsaðilar unnu á sama tíma að því að slökkva eld í vopnageymslum í borginni. Viðræður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra í gær skiluðu litlu. Engin fyrirheit voru gefin um vopnahlé til að rýma átakasvæði. Pútín sagði ástandið í Maríupól, sem hefur verið lögð í rúst, „dapurlegt“ og „flókið“. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, segist ekki telja að Pútín muni grípa til þess ráðs að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Fleiri fréttir Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Sjá meira