Vaktin: Öryggisráð Moldóvu kallað saman vegna árása í Transnistríu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Bjarki Sigurðsson skrifa 26. apríl 2022 06:48 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Michael Probst Fulltrúar fleiri en 40 ríkja munu funda á Ramstein herflugvellinum í Þýskalandi í dag til að ræða hvernig ríkin geta vopnað Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum. Tilgangur viðræðanna er að skipuleggja og samræma aðgerðir bandamanna Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Mark Milley, sem fer fyrir bandaríska herforingjaráðinu, segir næstu vikur muni skipta sköpum í átökunum í Úkraínu. Fundurinn í Þýskalandi í dag snúist um að skipuleggja sem bestan stuðning við Úkraínumenn á þeim tíma. Bretar áætla að um það bil 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í Úkraínu frá því að innrásin hófst. James Heappey, ráðherra hernaðarmála, segir þó engan eiga að gleðjast yfir því að þessir menn snúi ekki aftur til fjölskyldna sinna. Heappey segir ekki óumflýjanlegt að Rússar nái Donbas á sitt vald. Úkraínumenn séu í varnarstöðum sem þeir hafi undirbúið í átta ár og að með góðum stuðningi eigi þeir möguleika á því að standa sókn Rússa af sér. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segir yfirlýsingar rússneska utanríkisráðherrans um möguleikann á þriðju heimstyrjöldinni aðeins til marks um að Rússar skynji að ósigur sé mögulegur í Úkraínu. Síðasta von þeirra sé að hræða önnur ríki frá því að aðstoða Úkraínumenn. Úkraínska varnarmálaráðuneytið segir að árásir á stjórnarbyggingu í Transnistríu í Móldóvu, þar sem aðskilnaðarsinnar ráða ríkjum, hafi verið skipulögð af rússneskum öryggisyfirvöldum til að skapa andúð í garð Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Moldóva Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira