Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 13:18 Rishi Sunak fjármálaráðherra og Boris Johnson forsætisráðherra eru meðal þeirra sem verða sektaðir. Getty/Dan Kitwood Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
„Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17
Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58