Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. apríl 2022 15:30 Innan úr gjörónýtri skólastofu í Mariupol. Áætlað er að minnst 184 börn hafi látist í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Leon Klein/Anadolu Agency via Getty Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira