Man City enn undir rannsókn: Tölvupóstar sýna fram á brot á fjárhagslegri háttvísi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 07:01 Roberto Mancini stýrði Man City frá 2009 til 2013. Hann kemur fyrir í skjölum Der Spiegel. Mynd/AP Þýski fjölmiðillinn Der Spiegel segist hafa undir höndum gögn sem sýni fram á að rannsókn á enska knattspyrnufélaginu Manchester City sé enn í gangi. Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina. Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega. Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri. Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum. Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins. Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA. The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022 Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira