Veður

Mældu átján stiga hita á Kvískerjum á miðnætti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ætli hitiinn í Kvískerjum sé vísbending um hvað koma skal í sumar?
Ætli hitiinn í Kvískerjum sé vísbending um hvað koma skal í sumar? Vísir/Vilhelm

Það hlýtur að teljast vorboði að átján stiga hiti hafi mælst á miðnætti á Kvískerjum undir Vatnajökli. Nú mun hins vegar taka að kólna og það frystir víða á landinu í dag. 

Búat má við smá vætu öðru hverju en lítilsháttar éljum fram eftir degi á Norðurlandi og Vestfjörðum. Á morgun er þá útlit fyrir nokkuð stífa austanátt með dálítilli slyddu eða rigningu sunnan- og suðvestanlands en þurru og köldu veðri norðan- og austantil á landinu. 

Þá verður hægari vindur og léttir víða á þriðjudag en skýjað og smáéljagangur á Austurlandi. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×