Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2022 09:29 Rússnesk orrustuþota af gerðinni MIG-39 með ofurhljóðfráa eldflaug sem kallast rýtingur. EPA/SERGEI ILNITSKY Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum. Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar. Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt. Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi. Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn. Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu. Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Video of Kinzhal missile launch and hit (almost?) pic.twitter.com/8uBbAHLKJz— Liveuamap (@Liveuamap) February 19, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25 Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31 Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01 Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Vaktin: Bretar segja Rússum hafa mistekist að ná upphaflegum markmiðum sínum Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum. Úkraínumenn hafa ítrekað að forgangskröfur þeirra séu varanlegt vopnahlé og brotthvarf Rússa frá Úkraínu. 19. mars 2022 12:25
Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. 18. mars 2022 23:31
Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. 18. mars 2022 21:01
Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. 18. mars 2022 19:20