Erlent

Skutu ofurhljóðfrárri eldflaug í fyrsta sinn í átökum

Samúel Karl Ólason skrifar
Rússnesk orrustuþota af gerðinni MIG-39 með ofurhljóðfráa eldflaug sem kallast rýtingur.
Rússnesk orrustuþota af gerðinni MIG-39 með ofurhljóðfráa eldflaug sem kallast rýtingur. EPA/SERGEI ILNITSKY

Rússar segjast hafa skotið ofurhljóðfrárri eldflaug á vopnageymslu í vesturhluta Úkraínu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar segjast hafa notað slíkt vopn í átökum en eldflaugar þessar eru hannaðar til að ferðast á margföldum hljóðhraða og komast hjá eldflaugavörnum.

Talsmaður Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að í þeirri vopnageymslu í Ivano-Frankivskhéraði hafi Úkraínumenn geymt eldflaugar og skotfæri fyrir flugvélar.

Eldflaugin sem um ræðir kallast Kinzhal, eða rýtingur, og er sögð geta hæft skotmörk í allt að tvö þúsund kílómetra fjarlægð frá skotstað.

Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti meðfylgjandi myndband í morgun sem á að vera af árásinni í nótt.

Í frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir að Rússar hafi gert eldflauga- og loftárásir á 69 skotmörk í nótt. Þeirra á meðal hafi verið færanlegar stjórnstöðvar úkraínska hersins, talstöðvasendar og loftvarnarkerfi.

Fjölmiðlar utan Rússlands segja yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins ekki hafa verið staðfesta enn.

Undanfarna daga hafa borist fregnir af því að Rússar séu að verða eða séu þegar búnir með hefðbundnar eldflaugar þeirra. Eldflaugar sem hefðu getað verið notaðar til að skjóta á áðurnefnda vopnageymslu.

Hér að neðan má sjá myndband af æfingaskoti Kinzhal-eldflaugar skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu

Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×